Alda Líf, 1. bekk, og Steinunn Cecilía, 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, teiknuðu jólamyndirnar 20…
Alda Líf, 1. bekk, og Steinunn Cecilía, 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, teiknuðu jólamyndirnar 2024.

 

Jólakort Grundarfjarðarbæjar 2024

 

Líkt og sex síðastliðin ár tóku nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar þátt í því skemmtilega verkefni að teikna jólamyndir fyrir "Jólakort Grundarfjarðarbæjar 2024".

Afraksturinn var góður, hátt í 40 teikningar bárust frá nemendum á öllum aldri. Fallegar, jólalegar, fyndnar og skemmtilegar myndir sem margar hverjar höfðu skemmtilega sögu að segja. Starfsfólk bæjarskrifstofu var fengið í lokadómnefndina, og valið var erfitt í ár líkt og undanfarin ár og óvenju jafnt, þannig að ákveðið var að veita tveimur myndum verðlaun. Myndirnar eru mjög ólíkar, einlægar og fallegar,  hvor á sinn hátt. 

Það voru þær Steinunn Cecilía Steinarsdóttir í 9. bekk og Alda Líf Bjarnadóttir í 1. bekk sem gerðu jólamyndir ársins 2024!

                              Mynd Steinunnar CecilíuMynd sem Alda Líf teiknaði 2024

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri hitti listakonurnar báðar, rétt fyrir jólin, og veitti þeim viðurkenningu fyrir myndirnar sínar. 

 Steinunn Cecilía Steinarsdóttir  Alda Líf Bjarnadóttir ásamt Birgi bróður sínum og Björgu bæjarstjóra