- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Jólakort Grundarfjarðarbæjar 2022
Eins og fjögur síðastliðin ár tóku nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar þátt í því skemmtilega verkefni að teikna jólamyndir fyrir "Jólakort Grundarfjarðarbæjar 2022".
Afraksturinn var góður, tugir fjölbreyttra jólamynda sem voru fallegar og jólalegar og sumar fyndnar og skemmtilegar.
Starfsfólk bæjarskrifstofu var fengið í lokadómnefndina.
Valin var jólakortamynd ársins 2022, en það var Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir í 6. bekk sem teiknaði vinningsmyndina í ár. Á myndinni er Stúfur að knúsa jólaköttinn.
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri heimsótti Guðrúnu Ósk seinnipartinn á Þorláksmessu og færði henni viðurkenningu Grundarfjarðarbæjar.