Jólahús Grundarfjarðarbæjar 2019 - hjá Maríu og Hlyn
Jólahús Grundarfjarðarbæjar 2019 - hjá Maríu og Hlyn

 

Þann 21. desember n.k. fer menningarnefnd á rúntinn og velur jólahús Grundarfjarðarbæjar 2020. Eins og fyrri ár þá verða verðlaun veitt fyrir jólalegasta húsið - "mest er ekki endilega best"- þannig ekki er þörf á dýrum og miklum skreytingum, heldur einhverju sem er hátíðlegt, hlýlegt, fallegt eða frumlegt.

Val á jólahúsi Grundarfjarðarbæjar verður kynnt á vef Grundarfjarðarbæjar þann 22. desember.

Nú þegar eru íbúar farnir að setja upp jólaljósin og skreyta fallega heima hjá sér - enda jólin handan við hornið. Höldum því áfram , höldum í gleðina og lýsum upp skammdegið.

Menningarnefnd