- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag opnaðist fyrsti jólaglugginn af 24.
Glugginn er í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar - sem snýr út að grunnskólanum.
Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka smá rúnt - eða fyrir þau sem þora út í veðrið að rölta við - og skoða gluggann.
Það var hún Christina Degener, markaðsfulltrúi, sem útbjó þennan stórglæsilega glugga og færum við henni okkar bestu þakkir fyrir.
Við hlökkum til að kynna glugga nr. 2 - hvar verður hann?