- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á hverjum degi frá 1. til 24. desember opnast einn jólagluggi, sem fyrirtæki, stofnun eða íbúi í Grundarfirði hefur skreytt og býður vegfarendum að kíkja á gluggann. Það er tilvalið að fara út þegar rökkva tekur og kíkja á jólagluggana í bænum.
Á hverjum morgni birtist síðan mynd af jólaglugga dagsins á bæjarvefnum og gefst þá einnig tækifæri til að giska hvar glugginn er. Þannig fá þau sem ekki komast á röltið líka að njóta, sem og brottfluttir Grundfirðingar og aðrir áhugasamir.
Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka mynd af gluggunum í göngu ykkar og merkja á Instagram með #grundarfjörður
Með þessu móti gleðja íbúar hvern annan með fallegum jólaglugga, um leið og hvatt er til samveru fjölskyldunnar, með því að njóta útivistar og efla heilsuna á gluggarölti í bænum. Við vitum jú öll að það er ekki gott að hanga bara yfir konfektkassanum!