- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Jólagluggaleikur 2024
Leitum að jólagluggum í desember með allri fjölskyldunni. Hérna koma leiðbeiningar fyrir jólagluggaleik Bókasafns Grundarfjarðar. Við hvetjum alla til að taka þátt og eiga góða stund saman við að finna gluggana. Hægt er að taka göngutúr eða bíltúr til að finna gluggana.
Leikurinn er hvetjandi fyrir samveru og útiveru í desember. Skjalið inniheldur 2 stk af blöðum með samtals 20 gluggum. Hægt er að taka þetta allt í einu eða taka t.d. tvo göngutúra með sitthvort blaðið og dreifa þannig leiknum. Eftir að bæði blöðin eru útfyllt má hefta þau saman og skila í jólakassann uppi á bæjarskrifstofu til 17. desember, merkta með nafni og símanúmeri. Þann 18. desember nk. verða þrír þátttakendur dregnir út og fá verðlaun séu þeir með alla gluggana rétta.
Einnig langar okkur að þakka öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt og lögðu metnað í gluggana sína í ár. Það verða því líka veitt verðlaun fyrir flottasta gluggann!
Leiðbeiningar
Jólagluggaleikur 2024, til að prenta
Góða skemmtun og takk fyrir að taka þátt!