Hópur fólks innan KFUM og KFUK standa fyrir verkefninu "Jól í skókassa" hér á landi.  Verkefnið felst í því að  fá börn og fullorðna til þess að setja nokkra hluti í skókassa s.s. ritföng, fatnað, hreinlætisvörur, leikföng eða sælgæti.  Kössunum er síðan pakkað inn í jólapappír og þeim útdeilt til þurfandi barna víðs vegar um heiminn sem hafa orðið fórnarlömb stríðs, fátæktar, náttúruhamfara eða sjúkdóma.

 

Nú í ár hefur verið ákveðið að senda kassa til Úkraínu þar sem ástandið hefur verið mjög bágborið og víða ríkir mikil örbirgð.

 

Þrír bekkir við Grunnskóla Grundarfjarðar þ.e. 1. bekkur, 3. bekkur og 4. bekkur tóku þátt í þessu verkefni og fyrir helgi fór talsverður fjöldi af skókössum áleiðis til Úkraínu. Myndirnar hér að neðan voru teknar á meðan verkefnið stóði yfir.