Mánudaginn 23. september hefst Íþróttavika Evrópu. 

Líkt og undanfarin ár, hlaut Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) styrk frá Evrópusambandinu vegna Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport), sem haldin er 23–30. september ár hvert í yfir 30 löndum. Í íþróttavikunni sameinast Evrópubúar undir slagorðinu #BeActive og er markmiðið að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum - óháð aldri, bakgrunni og líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á ná til grasrótarstarfsemi og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Grundarfjarðarbær og samstarfsaðilar taka þátt í íþróttavikunni í ár og er boðið upp á glæsilega dagskrá þ.m.t. Salsa, frítt í sund,  opna tíma hjá Líkamsræktinni, Box 7 og Heilsueflingu 60+,  gönguferðir með leiðsögn inn Grundarbotn, golfklúbburinn hefur útbúið púttvöll á túninu við Borgarbraut 18,  hægt er að fá að láni kylfur og bolta í sundlauginni og svo hefur íþrótta- og tómstundanefnd útbúið kort af gönguleiðum innanbæjar sem íbúar geta nýtt sér. Dagskrá verður dreift í öll hús í þéttbýli og dreifbýli á næstu dögum. 

Við hvetjum alla til að taka þátt! 

 

Dagskrá 

Gönguleiðakort 

 

Við hvetjum alla til að taka þátt!