- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fimmtudögum er starfandi íþróttaskóli á vegum Umfg. Við undirritaðar vorum beðnar um að vera leiðbeinendur með honum. Viljum við koma á framfæri markmiði með íþróttaskóla. Við sjáum um að setja upp þrautabrautir sem hentar fyrir hvern aldur. Markmiðið er að foreldrar eða systkyni komi með börnunum og fari með þeim í þrauti og leiki. Það er ánægjulegt að sjá hversu mörg börn mæta og viljum við að því tilefni biðja foreldra um að vera duglega að fygjast með sínu barni.
Ekki er forsvaranlegt að við séum tvær með allan þann hóp sem mætir, en sem betur fer eru flestir duglegir að mæta með sínum börnum. Einnig er hugsað að börnin kynnist íþróttahúsinu og þeim reglum sem þar eru undir handleiðslu foreldra sinna. Við viljum biðja foreldra að virða þann
aldur sem settur er hverju sinni. Kl. 17:10 eru 3 ára og yngri og frá
17:50 er 4- 5 ára.
Ef foreldrar þurfa að skreppa frá, eru þeir beðnir um að láta vita af því, til að hægt sé að fylgjast með börnunum á meðan.
Með íþróttakveðju,
Inga Magný og Jófríður