- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2007 var kjörinn á fjölskylduskemmtun Kvenfélagsins Gleim mér ei sem haldinn var í samkomuhúsinu laugardaginn 24. nóvember sl. Guðmundur Haraldsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í blaki. Guðmundur er í byrjunarliði unglingalandsliðs 16 ára og æfir einnig með unglingalandsliði 17 ára en Guðmundur er einungis 15 ára og á því bjarta framtíð fyrir sér í blakíþróttinni.
Alls voru sjö íþróttarmenn tilnefndir, þau eru eftirtalin: Dominik Bjada fyrir árangur í knattspyrnu, Jóhanna Gústafsdóttir fyrir árangur í knattspyrnu, Kolbrún Grétarsdóttir fyrir árangur í hestaíþróttum, Steinunn Júlía Víðisdóttir fyrir árangur í frjálsum íþróttum, Valgeir Hólm Kjartansson fyrir árangur í mótorkross, Þór Geirsson fyrir árangur í golfi og Guðmunhur Haralddsson fyrir árandur í blaki.