- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mynd af vef GSÍ
Frétt frá Golfklúbbnum Vestarr
Um helgina verður spilað í 2. deild kvenna í Íslandsmóti golfklúbba, sveitakeppni. Sex lið eru skráð til leiks.
Ræst er út kl. 08:00 og aftur kl. 13:00 föstudag og laugardag en kl. 09:00 á sunnudaginn. Keppendur spila 2x18 holur föstudag og laugardag en 18 holur á sunnudaginn. Spilað er holukeppni.
Grundarfjarðarbær býður keppendum í sund og heita pottinn að loknum leikdögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. Steinunn og Þórey verða svo í skálanum alla helgina með bakkelsi og heitt á könnunni. Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á heimasíðu Golfsambands Íslands. Þar eru einnig myndir frá mótinu.