- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ildi ehf. fyrirtæki hjónanna Inga Hans Jónssonar og Sigurborgar Kr Hannesdóttur í Grundarfirði hefur verið fengið til að skaffa einn af stjórnendum alþjóðlegrar vatnsráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi í mars á næsta ári. Ildi sérhæfir sig m.a. í skipulagningu og að leiða samræðu hagsmunaaðila, almennings, stjórnenda og yfirvalda. “Við sérhæfum okkur meðal annars í því að innleiða breytta stjórnunarhætti og höfum nokkuð langa reynslu af því að tengja saman og virkja ólíka hópa fólk til góða verka. Þetta verkefni er fyrst og fremst viðurkenning til okkar sem rekum lítið fyrirtæki á Íslandi og sýnir hvað hægt er að gera hafi menn trú á sjálfum sér og því sem þeir standa fyrir,” sagði Ingi Hans í samtali við Skessuhorn.