- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga í Grundarfjarðarkirkju.
Fimmtudaginn 11. nóv. verður sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 15 og 16 ára gömul ungmenni í Grundarfjarðarkirkju kl. 15-18.
Unglingsárin eru mikill umbreytingartími í lífi allra. Á unglingsárunum vitum við stundum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga, hvað við viljum eða fyrir hvað við stöndum.
Stundum lenda unglingar í mikilli togstreitu og takast á við áleitnar tilvistarspurningar: Á ég að hlýða mömmu og pabba eða á ég að gera eins og félagarnir? Get ég fylgt minni eigin sannfæringu og verið ég sjálf/ur og hver er ég eiginlega?Þótt ungmenni í dag hafi e.t.v. meiri möguleika heldur en nokkur önnur kynslóð Íslendinga, geta þessir mörgu valkostir valdið kvíða og spennu. Þá skiptir svo miklu máli að búa yfir innri styrk og sjálfsöryggi.
Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, en hún hefur haldið slík námskeið um nokkurt skeið með góðum árangri.
Skráið ykkur sem fyrst- Takmarkaður fjöldi þátttakenda!
e-mail: elinborg.sturludóttir@kirkjan.is og s. 847 1475 eða 438 6640