Grundarfjarðarbær hefur ráðið Eyþór Garðarsson til að gera svokallaða húsaskoðun vegna fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda í Grundarfirði og er ætlunin að þessi skoðun fari fram á næstu dögum og vikum.  Tilgangurinn er að kanna ýmsar aðstæður í hverju og einu húsi og lóð m.t.t. aðgengis almennt.

Það sem m.a. verður skoðað eru lagnaleiðir í lóð, staðsetning inntaks og hitaveitugrindar inni í húsi, og ýmsar aðstæður að öðru leyti. 

Eyþór mun í þessum tilgangi þurfa að hitta húsráðendur á hverjum stað, því mikilvægt er að þeir séu með í ráðum þegar þessi atriði eru ákveðin.

 

Upplýsingarnar sem útúr þessari skoðun fást, verða notaðar við hönnun veitunnar innanbæjar og er verkfræðistofan Fjarhitun að vinna að þeim málum ásamt Grundarfjarðarbæ.