- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka.
Umsækjendur um húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2004 til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandur, eða til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, fyrir 16. janúar 2004.
Húsaleigubætur eru greiddar eftir á fyrir hvern mánuð eins og lög um húsaleigubætur gera ráð fyrir.
Skilyrði fyrir húsaleigubótum eru m.a. eftirfarandi:
Að umsækjandi hafi lögheimili í Grundarfjarðarbæ.
Að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigusamning til a.m.k. sex mánaða.
Að umsækjandi skili inn inn staðfestu skattframtali ásamt launaseðlum síðustu mánaða.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, sími 430 7800, og á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga