- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú hafa hundaleyfishafar í Grundarfirði aðgang að afgirtu og öruggu svæði þar sem hægt er að viðra hundana og leyfa þeim að leika sér frjálsir.
Grundarfjarðarbær og landeigandi í Hálsi hafa gert samning um afnot af afgirtu svæði í landi Háls fyrir hundagerði. Svæðið var áður nýtt til búfjárhalds, þ.e.a.s. fyrir geitur, og er afgirt með hliði og aðgengilegt frá heimreið þar sem hægt er að leggja bílum.
Hundaleyfishöfum í Grundarfjarðarbæ´, nú 51 talsins, stendur til boða að nýta svæðið, sem og eigendum hunda á lögbýlum, eða í samræmi við samþykkt um hundahald í Grundarfirði.
Nú hafa hundaleyfishafar fengið sendan tölvupóst með frekari upplýsingum um svæðið og aðgengi að því.
Á þjóðhátíðardeginum 17. júní verður svæðið formlega tekið í notkun og hefst hundapartýið kl. 17, sjá nánar í þjóðhátíðardagskrá Grundarfjarðarbæjar.
Um er að ræða tilraunaverkefni út þetta ár og að loknum samningstíma meta landeigandi og Grundarfjarðarbær hvernig til hefur tekist og hvernig framhaldið verður.
Með því að nýta svæðið samþykkir hundaeigandinn jafnframt að fylgja neðangreindum reglum, en svona þurfum við að ganga um svæðið:
Vonast er til að þetta fyrirkomulag henti hundaeigendum vel.
Ábendingum um umgengni eða annað þessu tengt má beina í netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is
Reglur um hundahald í Grundarfirði