- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það virðist vera komið nokkuð gott skrið á Trukkana, því þeir halda 1. sætinu með 9 stig skoruð. Þó er einn Liverpoolhópurinn farinn að sækja aftur í sig veðrið því Alonso er kominn í 2. sætið.
Skorið þessa helgi var nú ekki merkilegt frá 5 og upp í 9 stig, það telst nú ekki gott. En hvað um það B.P. færast niður í 3. sætið með 7 stig skoruð (Pálmi ber víst ábyrgð á seðlinum). Þá er hópur sem farið hefur hægt og hljótt upp töfluna, en það er H.G. sem er kominn í 4. sætið með sína þriðju 9 á jafnmörgum helgum (og gengur Dóri því undir nafninu Dóri 9. þessa dagana). Nú Tímon og Pumba falla niður um 1 sæti og niður í það 5. Mikið líf virðist vera að færast í Frænkuna því hún færist upp töfluna með hverri helginni (ekki getur það verið endurkoma Gæja heldur að Rósa er farin að skipta sér af). Önundur og dótturfélagið færast niður um 1 sæti, en færðust upp um 9 s.l. helgi (en það var dótturfélagið sem skilaði inn seðlinum, Önundur sást ekki). Þá er Alfredo aðeins að vakna (enda mættu báðir en, ekki á sama tíma). Eins og ég sagði í síðasta pistli þá er allt að hressast hjá Golfurum eftir að Sverrir lagðist í víking, því þeir færast upp um 4 sæti og eru nú komnir í 9. sætið. Mikið fjör virðist vera komið í þá feðga Guðna og Eyþór (þó Guðni vilja skipta um nafn), þeir færast upp um 6 sæti og eru nú komnir í það 10. Nú M.K. Hópurinn fékk loksins smá líf í sig eftir að Gunni kom heim og færist upp um 1 sæti (er ekki kominn tími á að kalla Valda til ráðagerða). Mesta fall helgarinnar er hjá Meisturunum sem féllu niður um 9 sæti og létu Trukkana keyra yfir sig (spurning hver er við stýrið).
Á óvart kemur að S.G. Hópurinn hækki sig á stigatöflunni, það er ekki þeirra vani, en þeir eru komnir í 13. sætið þrátt fyrir að Guðni sé erlendis og ekki í símasambandi. Í 14. sætið eru komnir Timburmenn og falla um 3 sæti (Var ball um helgina?). Eitthvert óstuð virðist vera komið í Feðgana því þeir færast niður um 3 sæti og eru komnir í það 15. (nú er spurning, hvernig stemmning sé á hafnarvigtinni). Nú Mega Muffins eru að koma til eftir slæma byrjun og færast nú upp um 5 sæti og eru komnir í það 16. Torres er að taka við sér þrátt fyrir meiðsli því þeir færast upp um 3 sæti (ja, meðsli virðast skila árangri). Ekki virðist þetta verða mánuður Up the Irons því þeir falla niður um 4 sæti (þrátt fyrir að báðir séu á landinu). Liverpool-aðdáendum virðast vera mislagðar hendur eins og þeim með fæturnar og hausinn á vellinum um þessar mundir, því Crauch færist niður um 1 sæti aðra helgina í röð (er engin samstaða í hópnum, maður bara spyr). Kiðlingarnir eru allir að koma til og færast upp um 2 sæti (Jói sá um seðilinn). Þá skiluðu Mæðginin ekki inn seðli og fá því lægsta skor þ.e. 5 sem Meistararnir og Sjóarar sáu um að búa til. Svo eru það Mömmustrákarnir sem standa í stað (enda hlýðnir mjög, ekkert verið að trana sér). Sjóarar eins og áður sagði bjuggu til lægsta skorið þ.e. 5 og duttu niður um 7 sæti. Svefnhópurinn Skytturnar skilaði ekki inn seðli aðra helgina í röð og duttu niður um 4 sæti, mér skilst að meðlimir hópsins sofi fram til kl. 13:00 á laugardagsmorgnum, (maður spyr sig, hvenær fara þeir að sofa?). “Ein ég sit og sauma” segir einhversstaðar og það virðist vera með hópinn Ég ein því hann færist ekkert úr stað hvorki upp né niður (sennilega stór flík sem verið er að sauma). Þá komu inn nýir hópar eins og Tóm steypa sem náði 6 stigum (betur en Meistararnir og Sjóarar) og Guttarnir sem náðu 7 stigum betur en Feðgarnir. Þá bættist þrítugasti hópurinn við í vikunni og er þar á ferð enn einn fjölskyldu hópurinn sem nefnir sig Alla Svala og sonur (spurningin er hvaða sonur það er). Svo kom kom gamli hópurinn JCB2840 inn aftur með breytt nafn, því þeir nefnast núna 210 LC (hvað sem það nú þýðir, sennilega einhver olíutegund eða gamall varahlutur í gröfu). Eins og ég sagði í síðasta pistli þá sakna ég nokkurra hópa eins og Bræðranna, Samherja svo og Bændanna sem mér skilst að séu uppteknir við að byggja eitthvert stórhýsið. Þá eru hóparnir orðnir 30 sem er mjög gott og skemmtilegt, stefnir í skemmtilega keppni í vetur.
Og munið svo eftir getraunarnúmeri UMFG !
Staðan í hópleiknum
Leikvika 42 43 44
RÖÐ Hópur STAÐAN
1 Trukkarnir 11 10 9 30
2 Alonso 12 8 8 28
3 H.G. 9 9 9 27
4 B.P. 8 12 7 27
5 Timon og Pumba 11 9 7 27
6 Frænkan 9 9 8 26
7 Önundur Dótturfélag 9 10 7 26
8 Golfarar 7 10 8 25
9 Guðni og Eyþór 10 7 8 25
10 S.G. Hópurinn 9 8 8 25
11 Alfredo 10 8 7 25
12 M. K. Hópurinn 11 7 7 25
13 Timburmenn 10 8 7 25
14 Meistararnir 10 10 5 25
15 Mega Muffins 10 6 8 24
16 Feðgarnir 9 9 6 24
17 Torres 8 8 7 23
18 Up the irons 7 10 6 23
19 Crauch 8 8 6 22
20 Kiðlingarnir 7 8 6 21
21 Mæðgurnar 7 8 6 21
22 Mömmustrákar 7 8 6 21
23 Mæðginin 8 8 5 21
24 Sjóarar 7 9 5 21
25-26 210 LC 7 6 7 20
25-26 Guttarnir 7 6 7 20
27 Ég ein 7 7 6 20
28 Skytturnar 9 6 5 20
29 Tóm steypa 7 6 6 19
= Skilaði ekki inn seðli