- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mánudaginn 17. mars sl. afhenti Kvenfélagið Gleym mér ei Samkomuhúsinu í Grundarfirði 250 matardiska og 250 súpuskálar að gjöf. Kvenfélagskonur gefa Samkomuhúsinu þennan búnað af því fé sem þær hafa safnað með margvíslegri sjálfboðavinnu.
Gjöfin er afar kærkomin og sýnir stórhug kvenfélagsins og áhuga fyrir því að búnaður í Samkomuhúsinu sé sem bestur. Mjöll Guðjónsdóttir, fráfarandi formaður kvenfélagsins, afhenti diskana með stuttu ávarpi í kaffisamsæti í Samkomuhúsinu. Við gjöfinni tók Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar og færði kvenfélaginu kærar þakkir og afhenti þeim blómvönd í þakklætisskyni. Grundarfjarðarbær lét setja merki sveitarfélagsins á diskana.