- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði spilaði á hátíð í Paimpol vinabæ Grundafjarðar um síðustu helgi. Hátíðin ,,Chant de Marin” er tileinkuð sjómannasöngvum og sækja hátíðina listamenn víðs vegar að og koma yfir eitthundraðþúsund gestir á hátíðina. Feik vakti mikla athygli fyrir líflegan flutning. Hljómsveitina skipa Emil Sigurðsson, Kristján Oddsson og bræðurnir Elvar og Ragnar Alfreðssynir.