- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól óskar eftir hjúkrunarfræðing – hlutfall eftir samkomulagi. Eins er hægt að skoða tímabundna ráðningu ef þess er óskað.
Fellaskjól leitar eftir duglegum og kraftmiklum hjúkrunarfræðing til þess að koma til starfa á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði.
Heimilið er sjálfseignarstofnun með leyfi fyrir 12 hjúkrunarrýmum. Því er þetta tilvalið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að vinna á notalegu litlu hjúkrunarheimili með skemmtilegu og hjálpsömu teymi og heimilisfólki.
Hjúkrunarfræðingur vinnur dagvaktir en er einnig á bakvakt eftir samkomulagi. Starfið felur í sér umönnun aldraðra, lyfjaumsjón, RAI mat heimilismanna og ýmiskonar pappírsumsýslu. Hjúkrunarfræðingur heldur einnig utan um hjúkrunaráætlanir heimilisfólks og sér um að skipuleggja og veita fræðslu til umönnunarstarfsfólks, heimilismanna og aðstandenda.
Hæfniskröfur:
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Samband íslenskra Sveitafélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Umsækjanda býðst einnig aðstöðu í formi herbergis með sér baðherbergi og litla eldhúsaðstöðu þar til fundin er langtíma lausn. Vantar í stöðuna frá 1.september.
Frekari upplýsingar veitir Rakel Birgisdóttir Mannauðstjóri og launafulltrúi í síma 8941969/4386677 eða í netfangi: fellaskjol@simnet.is
Ef áhugi er fyrir hendi má senda umsókn ásamt ferilskrá, kynningarbréfi, starfsleyfi og sakaskrá á fellaskjol@simnet.is