Fjölbreytileikinn sýnilegur - Hrannarstígur, Grundarfirði
Fjölbreytileikinn sýnilegur - Hrannarstígur, Grundarfirði

Hinseginhátíð Vesturlands verður haldin helgina 9. - 11. júlí 2021. 

Dagskráin hefst reyndar í dag, fimmtudag 8. júlí og er ýmislegt til skemmtunar alla dagana.

Á föstudeginum skreytum við allt Vesturland í regnbogalitum og er fólk hvatt til að sýna fjölbreytileikann í myndum undir merkjum helgarinnar #hinseginvest #hinseginvest21

Hápunktur helgarinnar er á laugardeginum, þegar Gleðiganga leggur af stað kl. 14:00 frá dvalarheimilinu Brákarhlíð. Með göngunni er fjölbreytileikanum fagnað og þannig stutt við réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlandi.

Það er félagið Hinsegin Vesturland sem stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands. Félagið var stofnað 11. febrúar 2021 og er tilgangur þess að  auka sýnileika, stuðning og fræðslu og efla tengslanet hinsegin fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara.

Dagskrá Hinseginhátíðarinnar má sjá á Facebooksíðu félagsins: https://www.facebook.com/hinseginvest

Hinseginhátíð Vesturlands er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Menningarsjóði Borgarbyggðar og félags- og barnamálaráðherra.