- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í tilefni af Sjómannadeginum 2010 í Grundarfirði voru Rögnvaldur Guðlaugsson og hjónin Jón Eiður Snorrason og Selma Friðfinnsdóttir heiðruð.
Þeim eru færðar innilegar hamingjuóskir.
Rögnvaldur Guðlaugsson fæddist 29. janúar að Sólvöllum í Grundarfirði. 14 ára gamall byrjaði Rögnvaldur til sjós í sumarróðrum á trillu, og vann hann nær allan sinn starfsferil á bátum frá Grundarfirði og í fiskvinnslum bæjarins. Rögnvaldur hætti til sjós árið 1973 og hefur síðan unnið hjá ýmsum fiskvinnslum. í dag vinnur hann við saltfiskvinnslu hjá SC hf.
Jón Eiður er fæddur í Hrísey árið 1943, og ólst þar upp. 15 ára gamall byrjar hann á sjó og stundar sjóinn fyrir norðan til ársins 1961, en þá liggur leið hans í Grundarfjörð. Hér stundaði hann sjómennsku áfram allt til ársins 2009. Selma er fædd 1943 í Siglufirði og ólst hún þar upp. Árið 1959 kemur hún til Grundarfjarðar og kynnast þau Jón í dansskóla árið 1963 og giftu sig ári síðar. Hún hefur unnið á símanum og við verslunarstörf ásamt því að sjá um fjölskylduna þegar Jón var á sjónum.