- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Helgina 14. og 15. Júlí nk. verður ERRÓ-sýning í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík í tilefni 75 ára afmælis listamannsins öðru nafni Guðmundar Guðmundssonar, en hann er fæddur í Ólafsvík og erum við ólsarar ákaflega stolt af honum og þykir okkur því við hæfi að heiðra hann með þessum hætti. Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur fyrir þessari sýningu og hefur fengið Þorbjörgu Gunnarsdóttur til að útfæra sýninguna. Í þetta verkefni fengum við styrk frá Menningarráði Vesturlands og Sparisjóði Ólafsvíkur, auk þess sem Snæfellsbær stendur vel á bak við okkur til að gera okkur þetta kleift. Þetta er tækifæri sem engin ætti að láta fram hjá sér fara, og einstaklega skemmtilegt að skoða verkin eftir þennan litríka og fjölbreytta listamann í hans fæðingarbæ. Sýningin er opin frá kl. 13-17.
Verið velkomin.
Kveðja Þórdís Björgvinsdóttir
Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar.