Heilsuefling

Sl. haust tóku þær Ágústa og Rut hjá Líkamsræktinni við heilsueflingu fyrir 60+ og þau sem búa við örorku. Þær hafa verið duglegar við að finna lausnir til þess að halda starfinu við, nú þegar takmarkanir eru í gildi. Í haust fór hópurinn að nýta Þríhyrninginn fyrir útiæfingar og var vel mætt á meðan það mátti.

Í gildandi samkomutakmörkunum hafa þær farið og stillt upp einskonar ratleik fyrir þátttakendur sem geta svo mætt þegar þeim hentar og tekið æfingarnar sem finna má á svæðinu. Allar æfingarnar á miðunum eru æfingar sem þau hafa tekið áður t.d. þegar mátti vera inní íþróttahúsi. Einnig eru þau með Facebook-hóp þar sem Ágústa og Rut eru mjög duglegar að setja inn hvetjandi og fróðlegar færslur um göngutúra, vatnsdrykkju og mikilvægi hreyfingar og góðs mataræðis á þessum tímum. 

 

 

 

.

Dæmi um ratleik, myndir frá Rut Rúnarsdóttir.

 

Mynd sem að Tómas Freyr tók af hópnum í haust þegar leyfilegt að var að halda æfingar.