Skólamálaþing á Klifi  2. nóvember!

 

Hefðbundinn haustfundur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með skólastjórnendum og tengiliðum stoðþjónustu grunn- og leikskólanna á Snæfellsnesi fór fram í Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 9. september sl.  FSS kynnti áherslur og skipulag í sérfræðiþjónustu við skólanna á nýju skólaári.Sérstök áhersla í samstarfi þessara aðila er fagefling og samstarf skólastiganna 2ja og FSS í verkefninu „Göngum yfir brúna“.  Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga og grunn- og leikskólarnir á Snæfellsnesi standa fyrir sérstöku Menntaþingi á sameiginlegum starfsdegi skólastiganna þann 2. nóvember n.k. í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík undir yfirskriftinni:  „Málefni innflytjenda; -- áskorun í skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi“.  Framsöguerindi flytja:  Rúnar Helgi Haraldsson frá Fjölmenningarsetrinu,  Fríða Bjarney Jónsdóttir, sérfræðingur á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá menntasviði Reykjavíkurborgar.

Sveitarstjórnar- og skólanefndarfólki sem og fulltrúum í skóla- og foreldraráðum skólanna á Snæfellsnesi og er sérstaklega boðið til þinghaldsins enda varðar málefnið  flestar stjórnsýslustofnanir Snæfellinga.