- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður haldinn hátíðlegur í Grundarfirði. Hefðbundnir liðir eru í bland við aðra nýrri, Grundar- og Kvernárhlaup fyrir hádegi og hátíðardagskrá við íþróttahúsið, sem hefst á skrúðgöngu kl. 13:00 frá miðbæjarreit hjá Mæstro.
Til viðbótar við dagskrá: Sýning um Gísla J. Ástþórsson, áttræðan, verður í íþróttahúsinu í Grundarfirði þjóðhátíðarhelgina, 17.-18. júní og hluti af henni verður í Sögumiðstöðinni mánudag-fimmtudags 23. júní.