- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Harðbakur EA-3 landaði í dag rúmum 100 tonnum af karfa til vinnslu hjá Guðmundi Runólfssyni. Skipið kemur hér í höfn á þeim degi er 30 ár eru liðin frá því að hann kom fyrst til landsins, þá í eigu ÚA. Harðbakur EA er 68 metra langt stálskip, smíðað á Spáni.
Skipverjar fengu tertu í tilefni dagsins, en það er útgerðarfyrirtækið Brim hf. sem á skipið í dag.