Harðbakur EA 3 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun og landaði 120 t af fiski. Þar af fóru 80 tonn af karfa í vinnslu hjá Guðmundi Runólfssyni hf. Harðbakur mun væntanlega landa aftur í næstu viku karfa til vinnslu hjá Guðm.Runólfssyni hf. Harðbakur er í eigu Brims hf.

 

Eins og flestum er kunnugt um eru það nágrannar okkar frá Rifi, Kristján Guðmundsson og synir hans Hjálmar og Guðmundur, sem eru eigendur Brims hf.