Búið er að draga í happdrætti Rökkurdaga 2004. Eins og flestum er kunnugt voru sendir út happdrættismiðar í formi gíróseðla á öll heimili í Grundarfirði við upphaf menningarhátíðarinnar.
Fyrsti vinningur er jólahlaðborð fyrir tvo á Kaffi 59, í boði Kaffi 59.
Annar vinningur er út að borða í Krákunni að verðmæti 5.000 kr, í boði Krákunnar.
Vinningsnúmerin eru:
Nr. 1: 4767
Nr. 2: 4619
Þeir heppnu eru vinsamlegast beðnir um að láta vita af sér á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar.