- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fjallað var um framkvæmdir við 130 metra lengingu Norðurgarðs og nýja landfyllingu á hafnarsvæði Grundarfjarðarhafnar í kvöldfréttum RÚV sunnudaginn 14. febrúar 2021.
Rætt var við hafnarstjóra og bæjarstjóra um rekstur hafnarinnar, framkvæmdirnar og áhrif þeirra.
Vegna áhrifa Covid komu á árinu 2020 engin skemmtiferðaskip til Grundarfjarðar, en höfnin hefur í mörg ár verið vinsæll viðkomustaður þeirra og fengið allt að 20% tekna sinna af þeim. Vegna óvissuástandsins er enn of snemmt að segja til um hvort eða hve mörg skip munu heimsækja Grundarfjörð í sumar. Alls hafa 18 af 58 bókunum sumarsins verið afturkallaðar.
Höfnin er mikilvægur hlekkur í þjónustu í sjávarbyggð eins og Grundarfirði.