- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Gunda Nygård er að hætta störfum sem heilsugæslulæknir í Grundarfirði. Hún og eiginmaður hennar, Lars Nygård eru að flytja til Danmerkur þar sem Gunda tekur við stöðu læknis í bæ sem heitir Lesö. Hrun krónunnar og sameining heilbrigðisstofnana á Vesturlandi eru helstu ástæður þess að Gunda ákvað að hætta núna. Gundu verður örugglega saknað hér í Grundarfirði þar sem hún hefur starfað í fjögur ár og átta ár samtals á Snæfellsnesi. Gundu eru færðar færðar þakkir fyrir góð störf hér. Þeim hjónum er óskað velfarnaðar í nýjum heimkynnum og bjartri framtíð.