Frá Grunnskóla Grundarfjarðar, maí 2024 - Mynd TFK
Frá Grunnskóla Grundarfjarðar, maí 2024 - Mynd TFK

Almennur starfsmaður í Grunnskóla Grundarfjarðar/leikskóladeildina Eldhamra óskast

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir eftir almennum starfsmanni til starfa í grunnskóla og á leikskóladeildinni Eldhömrum.

Starfið er krefjandi og fjölbreytt og viðkomandi þarf að vera sveigjanlegur í þeim störfum sem honum er falið.  

Um er að ræða allt að 100% starf á hefðbundnum dagvinnutíma. Leitað er eftir metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn til þess að starfa með leik- og grunnskólabörnum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

--- 

Kennari óskast - meðal kennslugreina eru íslenska sem annað tungumál, sérkennsla og forföll

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Vinnur samkvæmt skólanámskrá, kennsluáætlunum og innra mati.
  • Vinnur eftir móttökuáætlun skólans.
  • Vinnur samkvæmt viðmiðum um kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.
  • Undirbýr kennsluáætlanir og endurmat.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfing/reynsla af kennslu barna með íslensku sem annað tungumál.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi fyrir teymiskennslu.
  • Áhugi á notkun tækni í skólastarfi.

Starfshlutfall er 50%.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 ---

Umsækjendur um bæði störfin þurfa að hafa hreint sakavottorð skv. ákvæðum laga sem um störf með börnum gilda.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 17. september nk.

Umsóknum skal skilað til Sigurðar G. Guðjónssonar skólastjóra í netfangið sigurdur@gfb.is