Mynd af vef FSU

 

Enn ein fréttin af ungum heimamanni að gera það gott. Við Grundfirðingar getum svo sannarlega verið stolt. Þann 20. – 21. mars síðastliðinn var haldin Forritunarkeppni framhaldsskólanna í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Metaðsókn var í keppnina þetta árið og tóku 30 lið þátt.

Verkefnin voru annars vegar mörg lítil verkefni til að kanna grunnkunnáttu í forritun og hins vegar völdu keppendur eitt verkefni af þremur þar sem að sköpunargleðin fékk að njóta sín. Veitt voru verðlaun fyrir besta lið hverrar deildar, frumlegustu lausnina og besta lógóið. En keppninni er skipt í þrjár deildir Alpha deild, Beta deild og Delta deild. Grundfirðingurinn Gabríel Arthúr Pétursson tók þátt í keppninni og var í liðinu Hash Collision ásamt nemendum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands þeim Jónatan Nilson og Sigurði Vilhelmsyni. En liðið þeirra var valið besta lið Alpha deildarinnar í keppninni, en Alfa deildin er úrvalsdeild forritunarkeppninnar, ætluð þeim sem hafa stundað forritun umfram það sem kennt er í framhaldsskólum, unnið við forritun eða stundað hana sem sérstakt áhugamál.Við óskum Gabríel og félögum hans til hamingju með árangurinn.

 

Nánari upplýsingar á síðu keppninnar http://www.ru.is/?PageID=7939