Vinabær okkar Grundfirðinga, Paimpol í Frakklandi, heldur hátíð dagana 13.-16. júlí í Paimpol og býður Grundfirðinga sérstaklega velkomna til hátíðarinnar. Þetta er því alveg kjörið tækifæri til að heimsækja vinabæinn okkar, Paimpol.

 

Þjóðhátíðardagur Frakka er 14. júlí en samhliða heldur bærinn hátíð hafsins með sérstakri tengingu við Ísland, í samstarfi við vinabæjarfélagið okkar, Grundapol. Þegar hafa tólf manns ákveðið að fara til Paimpol í sumar og er öllum Grundfirðingum velkomið að slást í hópinn.

 

 

Áhugasamir hafi samband sem allra fyrst við Sigríði Hjálmarsdóttur menningarfulltrúa á netfangið: sigridurh@grundarfjordur.is.

 

Smellið hér til að komast á facebook síðu vinabæjanna: Grundarfjörður - Paimpol.