- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frétt á vef Skessuhorns 18. nóvember 2009:
Í gær var dregið í riðla í Bikarkeppni Blaksambands Íslands, Bridgestone bikarinn. Grundarfjörður dróst í riðil með Þrótti R, Hrunamönnum og Hamri. Þróttur er eina liðið af þessum liðum sem leikur í efstu deild. Tveir riðlar eru í keppninni. Í hinum riðlinum eru KA, HK, Stjarnan og Þróttur Nes. Síðastnefnda liðið er eina liðið sem ekki leikur í efstu deild og er þetta því mun sterkari riðillinn. Segja má því að Grundfirðingar hafi verið heppnir í drættinum í gær. Fyrsta umferð Bridgestone bikarkeppninar fer fram í Fylkishöllinni 28. og 29. nóvember. Efsta liðið í hvorum riðli fer beint í undanúrslit.