- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íbúar í Grundarfirði eru bjartsýnastir allra á norðanverðu Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ef marka má nýja rannsókn Byggðarannsóknastofnunar Íslands á Akureyri um tengsl samfélagsanda og nýsköpunarstarfs í þessum landshlutum. Samkvæmt könnun sem stofnunin gerði sögðust 87% Grundfirðinga vera bjartsýn á framtíð síns byggðarlags hvað varðar atvinnuþróun. Þar af voru 53% mjög bjartsýn og 34% íbúanna frekar bjartsýn.
Sker Grundarfjörður sig nokkuð úr öðrum þéttbýlisstöðum
í könnuninni. Næstir voru Hvammstangabúar, þar sem 11% voru mjög bjartsýn á framtíðaratvinnuhorfur og 63% voru frekar bjartsýn. Grundfirðingar reyndust einnig bjartsýnastir er þeir voru spurðir
um upplifun af afstöðu fólksins í byggðarlaginu. Rannsóknina má nálgast á vef Byggðarannsóknastofnunar, www.brsi.is.
Úr Morgunblaðinu, 5. nóv. 2004.