Áhugahópur um ferðaþjónustu hefur skipulagt kynningardag þar sem Grundfirðingum er boðið að kynna sér það sem stendur til boða í verslun og þjónustu. Er þetta í fyrsta skipti sem slík kynning er haldin en líklega ekki það síðasta. Hafa hinir ýmsu aðilar ákveðið að bjóða fólki í heimsókn og margt skemmtilegt í boði.
- Sögumiðstöð 12:00 – 17:00. Kynningarmiðstöð. Þarna verða ýmis fyrirtæki með kynningu á starfsemi sinni. Einnig verður þarna að finna upplýsingar um hvar og hvenær uppákomur tengdar kynningunni fara fram. Einnig er frítt inn á sýningar Sögumiðstöðvar.
- María 13:00 – 15:00. Opið hús. Tilboðsdagur.
- Krákan 13:00 – 15:00. Opið hús í Krákunni. Léttar veitingar og kynning á yfirstandandi breytingum á Krákunni.
- Kaffi 59 13:00 – 15:00. Opið hús í Kaffi 59. Tilboð á svala, kaffi og kruðerí í tilefni dagsins.
- Hótel Framnes 13:00 – 15:00. Opið hús á Hótel Framnesi. Nýjungar til sýnis: gufubað, heitur pottur og glæsilegur pallur.
- Suður-Bár 13:00 – 15:00. Opið hús í Suður-Bár. Boðið uppá kaffi og kleinur.
- N1 14:00 – 15:00. Ókeypis ís í boði N1.
- Kósý 16:00 – 17:00. Ókeypis jarðaberjaís, meðan birgðir endast.
- Bókasafnið 16:00 – 17:30. Opið hús á bókasafninu. Boðið uppá safa og heitt kaffi á könnunni.
- Farfuglaheimilið 16:00 – 18:00. Opið hús í kjallaranum. Kynning á starfsemi Hostelling International, alþjóðlegum samtökum farfuglaheimila.
- Berg 16:00 – 18:00. Frítt fyrir börnin á hestbak.