- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á vefnum www.mbl.is er að finna þessa frétt:
Fjögur byggðarlög hafa verið valintil að taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag sem Byggðastofnun stendur fyrir.
Alls sóttu 13 byggðarlög um þátttöku en valnefnd valdi
Aðaldælahrepp Húsavíkurbæ og Þingeyjarsveit,
Grundarfjarðarbæ,
Snæfellsbæ og
Sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus
Samkeppnin er hluti af byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári. Meginmarkmið verkefnisins er að hrinda í framkvæmd metnaðarfullum aðgerðum á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni. Þátttökurétt höfðu öll sveitarfélög á landsbyggðinni.
Alls bárust 13 umsóknir frá eftirfarandi aðilum:
Akraneskaupstað
Aðaldælahreppi, Húsavíkurbæ og Þingeyjarsveit
Dalabyggð
Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppi, Ólafsfjarðarbæ, Siglufjarðarkaupstað
Grundarfjarðarbæ
Kelduneshreppi
Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Skagfirsku samskiptaþingi
Snæfellsbæ
Sveitarfélaginu Hornafirði
Sveitarfélögunum Árborg, Hveragerði og Ölfusi
Vestmannaeyjabæ
Öxafjarðarhreppi.
Byggðarlögin fjögur sem valin voru fá framlög sem þau skulu nýta til að ganga frá viðskiptaáætlunum, markmiðssetningum og nánari útfærslum á þeim hugmyndum sem umsóknirnar byggjast á. Valnefnd mun á grundvelli þeirra gagna sem skilað verður inn í síðari áfanga samkeppninnar velja tvö til fjögur verkefni sem munu hljóta framlög úr ríkissjóði á móti a.m.k. jöfnu eigin framlagi. Í heild mun ríkissjóður verja 30-40 milljónum króna árlega í uppbyggingu rafrænna samfélaga á landsbyggðinni á næstu þremur árum. Lokaskil í samkeppninni um rafrænt samfélag eru 5. júní.
Til að sjá nánar um rafrænt samfélag og Tæknibæinn Grundarfjörð: sjá bæjardagbók, 3. og 4. mars, 11. janúar, 4. og 6. nóvember sl.
Þeim sem unnu að undirbúningi hugmynda í umsókn um rafrænt samfélag, eru sendar þakklætiskveðjur.