Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Grundarfjarðarbær óskar eftir hressu ungu fólki í ungmennaráð.

Ungmennaráð veitir ungu fólki frábært tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á það sem er gert í bænum. Í ungmennaráði sitja fimm fulltrúar á aldrinum 15-21 árs. Fulltrúar í ungmennaráði fá greitt fyrir fundarsetuna. 

Hlutverk ungmennaráðs er:

  • Að koma tillögum og skoðunum ungs fólks til skila til bæjarins.
  • Að vera bænum til ráðgjafar varðandi aðstöðu og afþreyingarmöguleika.
  • Að taka þátt í að móta UNICEF-verkefnið „Grundarfjörður - barnvænt sveitarfélag“.
  • Ungmennaráð starfar með og undir leiðsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Áhugasamir hafi samband við Ólaf Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa í síma 430-8500 eða sendi póst á ithrott@grundarfjordur.is

Erindisbréf fyrir ungmennaráð Grundarfjarðarbæjar