Á 264. fundi sínum þann 14. janúar sl. samþykkti Skipulags- og umhverfisnefnd að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar og nýtt deiliskipulag á vinnslustigi vegna Grundar 2, til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.brt.
Samkvæmt tillögunum er landnotkun á hluta jarðarinnar breytt úr L-1 landbúnaðarsvæði í VÞ-3 verslun og þjónustu. Á deiliskipulagða svæðinu er gert ráð fyrir byggingum og starfsemi sem tengist ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir þjónustuhúsi, hóteli, tjald- og hjólhýsasvæði og göngubrú yfir Grundará. Þær tvær byggingar sem bætast við eru þétt upp við núverandi byggingar og eru notaðar í ferðaþjónustu. Umhverfisáhrif deiliskipulagsins eru talin óveruleg þar sem svæðið er nú þegar byggt.
Hér má nálgast báðar tillögurnar:
Breyting á aðalskipulagi https://skipulagsgatt.is/issues/2023/938
Deiliskipulag https://skipulagsgatt.is/issues/2023/939
Tillögurnar voru birtar á Skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/issues/2023/938 og https://skipulagsgatt.is/issues/2023/939 þann 11.apríl sl. og á vef bæjarins sama dag. Auk þess liggja þær frammi í Ráðhúsinu.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir gegnum Skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is (mál 938/2023 og 939/2023) í síðasta lagi 25. apríl 2025.
Grundarfirði, 11. apríl 2025,
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar