- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær hefur keypt 200 stk af öspum sem á að gróðursetja víðsvegar í bænum. Föstudaginn 12. maí sl. voru fyrstu aspirnar settar niður við vestanverða Grundargötu, að hesthúsabyggð. Á næstu dögum verða gróðursettar aspir meðfram Grundargötu frá hafnargarði að fyrsta húsinu við austanverða Grundargötu. Einnig verða settar plöntur í Sæból, meðfram lóð Fjölbrautaskóla Snæfellinga og meðfram Torfabót. Fleiri plöntur verða settar á grunnskólalóð auk þess sem nokkrar verða settar niður á lóð áhaldahúss/bóksafns.
Þórður Runólfsson skógfræðingur frá Lágafelli í Miklaholtshreppi sér um að planta öspunum. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir vikulok.