- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grenndarkynning - Fellabrekka 7-13
Grundarfjarðarbær hefur sent út kynningargögn á eigendur nærliggjandi fasteigna vegna grenndarkynningar á byggingingaráformum að Fellabrekku 7-13.
Lóðarhafi hyggst reisa lágreist tveggja hæða hús með átta íbúðum. Íbúðirnar eru tveggja og þriggja herbergja og er heildarbyggingarmagn hússins rétt rúmlega 800m².
Sökkull hússins verður steyptur á staðnum, en að öðru leyti verður byggt úr einingum sem koma tilbúnar á staðinn. Gert er ráð fyrir 12 bílastæðum með hleðslustöðvum.
Byggingaráform eru í samræmi við aðalskipulag, en ekki er til deiliskipulag af svæðinu og er byggingin þess vegna sett í grenndarkynningu. Í grenndarkynningu felst að þeim nágrönnum, sem hagsmuna eiga að gæta, að mati skipulags- og umhverfisnefndar, er kynnt málið skriflega og gefinn kostur á að tjá sig um það, innan ákveðins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur.
Hér má nálgast aðaluppdrátt sem fylgir grenndarkynningu
Kynningarbréf hafa verið send til eigenda fasteigna við Fellabrekku 5, 15, 17, 19 og 21, Fellasneið 2, 4, 10 og 14 og Hellnafell 2. Gefst þeim frestur til kl. 16:00 mánudaginn 13. janúar til að skila inn athugasemdum/ábendingum. Berist ekki athugasemd úr grenndarkynningu teljast áformin samþykkt. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og þeim skal skila á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði, merkt: Fellabrekka 7-13, Grenndarkynning. Einnig má skila athugasemdum í tölvupósti á skipulag@grundarfjordur.is
Grundarfirði, 12. desember 2024,
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi