- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Loksins er að vora og grenndargarðarnir eru að fara á fullt þessa dagana. Þeir eru staðsettir í girðingu efst við Borgarbraut, þar sem áður var spennistöð RARIK/Landsnets. Grænmetisbeð í smíðum uppí garði og forræktun grænmetisplantna heima fyrir. Nú þegar eru 9 reitir fráteknir fyrir einstaklinga en enn eru nokkrir eftir ef fólk hefur áhuga.
Hægt er að hafa samband við Signýju í síma 897 3871 eða á Facebook ef vilji er til að fá reit. Einnig er hægt að fá inngöngu í hópinn Spennistöðin - Grenndargarður á Facebook til að kynnast verkefninu betur.