- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Götusópari að störfum sumarið 2019
Að undanförnu hefur áhaldahús unnið að því að forhreinsa götur og sópa stéttar á lóðum bæjarins þar sem tæki komast að.
Íbúar tóku líka vel á því á Degi umhverfisins síðastliðna helgi, - takk öll, sem lögðuð hönd á plóginn!
Og nú er komið að því að götusóparinn komi í fyrstu yfirferð ársins. Hann byrjar fimmtudaginn 29. apríl og klárar um eða fyrir helgina.
Fólk er hvatt til að hliðra til fyrir götusópnum og færa bifreiðar sínar eftir því sem kostur er, þannig að náist að sópa allar götur og ekkert verði eftir. Við munum einnig reyna að banka upp á í húsum þar sem færa þarf bifreiðar af götunni eða hafa á annan hátt samband við bíleigendur.
Það er líka mikill munur og vel þegið þegar íbúar sópa stéttar hjá sér í leiðinni, þannig að grjót berist ekki út á gangstétt. Og ennþá meiri árangur sést þegar íbúar hafa tök á því að sópa, hver fyrir framan sitt hús.
Tökum öll höndum saman um að gera bæinn okkar snyrtilegan.
Það verður okkur sjálfum til yndis og sóma og til að bjóða gesti velkomna.