- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í byrjun júní kom út nýtt og endurbætt götukort fyrir Grundarfjörð, sjá hér.
Götukort er gefið út árlega, í samvinnu við ferðaþjónustuaðila í bæjarfélaginu.
Kortið er hugsað til leiðsagnar fyrir gesti sem komnir eru í bæinn. Kortið hefur verið aðgengilegt í pdf-útgáfu á vef bæjarins.
Í ár var útliti og efnistökum breytt þó nokkuð og voru eftirfarandi atriði sérstaklega höfð að leiðarljósi:
Krums veitti Grundarfjarðarbæ aðstoð við framsetningu og hönnun á Götukortinu 2020.
Þjónustuaðilar í bænum eru hvattir til að nýta sér kortið fyrir viðskiptavini sína, með því að prenta það út eða deila því á vef eða Facebook-síðum sínum.
Einnig má minna á eldra kort um gönguleiðir og á nýja kortasjá Grundarfjarðarbæjar, sem inniheldur umfangsmiklar upplýsingar sem raða má saman, að vild.
Inná bæjarvefinn hefur svo verið bætt ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir ferðafólk, bæði á íslensku og ensku. Vefurinn er í stöðugri þróun og nú í vor og sumar hefur mikil áhersla verið lögð á að bæta upplýsingar sem snúa að afþreyingu fyrir íbúa og gesti, að opnum svæðum og margvíslegri þjónustu.
Til að bæta upplýsingagjöf voru settar upp "gular síður" á bæjarvefnum og er ástæða til að hvetja fleiri fyrirtæki til nýta sér þær og skrá upplýsingar um sig og þjónustu sína, til birtingar.