- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Að Nesvegi 5 í Grundafirði (þar sem Hamrabúðin var) hefur allt frá komu skemmtiferðaskipanna í sumar verið opinn markaður af og til. Nú á jólaföstunni er þar opið daglega kl. 14-18 nema sunnudaga. Þetta er jólamarkaður handverkshópsins í Grundarfirði og fatamarkaður Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar. Steinunn Hansdóttir forsvarsmaður markaðarins segir að aðsókn hafi verið mjög góð. Fjölbreytt vara sé í boði, þar á meðal nýr og nýlegur fatnaður, þannig að vart sér á. Þá er handverkið fallegt og vel unnið.