- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar, f. 9. október 1920, færðu eigendur fjölskyldufyrirtækisins Guðmundur Runólfsson hf. gjafir til góðra verkefna og félagasamtaka í bænum.
Á Facebook-síðu fyrirtækisins segir að gjöfunum sé ætlað að nýtast í samfélaginu sem Guðmundur lagði mikinn metnað í að byggja upp.
Það voru Ungmennafélag Grundarfjarðar, Setbergssókn, Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, Björgunarsveitin Klakkur, Skotgrund - Skotfélag Snæfellsness, Golfklúbburinn Vestarr og verkefni um uppbyggingu útikennslu- og fjölskyldugarðs í Þríhyrningi, á vegum Grundarfjarðarbæjar, sem hlutu fjárstyrk. Styrkur til síðastnefnda verkefnisins á að renna til kaupa á leiktækjum fyrir unga sem aldna.
Grundarfjarðarbær færir eigendum fyrirtækisins þakkir fyrir gjöfina. Hér má lesa um verkefnið um uppbyggingu Þríhyrningsins í Grundarfirði.