Guðmundur bæjarstjóri tekur við fyrsta eintakinu af geisladisknum 

Við kynnum til sögunnar hátíðargeisladisk Grundarfjarðar, sem kemur út

23 júlí. Undirritaðir fórum af stað með hugmynd um að okkar framlag

til hátíðarinnar gæti verið eitthvað tengt tónlist og úr varð að gera geisladisk þar sem að flestir þeir sem eru eitthvað að grúska við tónlist hér í Grundarfirði myndu taka þátt.

Þegar að upp var staðið voru það u.þ.b. 100 manns sem tóku þátt í þessu með okkur og er það afar ánægjulegt hversu mikill áhugi var fyrir hugmyndinni. Því miður var skammur tími sem við höfðum til að gera þetta og þar af leiðandi komust ekki allir að sem vildu en þeir verða vonandi bara með næst. En þeir sem tóku þátt að þessu sinni stóðu sig með afbrigðum vel og var mjög gaman að vinna með þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið.

Geisladiskurinn „Á Góðri Stund 2007“ inniheldur 20 lög þar sem Grundfirðingar láta ljós sitt skína og er hvert lagið öðru glæsilegra. Þá var samið sérstakt hátíðarlag sem er einnig á diskinum og er sungið af 4 söngvurum, eða einum úr hverju hverfi.

Svona verkefni er mjög kostnaðarsamt og viljum við færa sérstakar þakkir til þeirra fyrirtækja og stofnana sem lögðu okkur lið, en þess má geta að ef hagnaður verður af verkefninu mun ágóðinn renna í eitthvað gott málefni hér í Grundarfirði.

Sala á diskinum hefst mánudaginn 23. júlí og verður hann til sölu um allan bæ.

Einnig mun verða gengið í hús í vikunni þar sem að diskurinn verður seldur.

 

Með Hátíðarkveðju,

Baldur og Þórður