Um þessar mundir er verið að gefa út þriðja geisladiskinn á þessu ári, þar sem grundfirskir tónlistarmenn láta að sér kveða.

Fyrr á árinu gaf söngsveitin Sex í sveit út sinn þriðja geisladisk. Í haust gáfu Rauðu fiskarnir út disk með flutningi sínum á tónlist frá fyrri öldum. Og nú kemur út diskur með Vorgleðinni, sem fór í kaupstaðarferð og skemmti á Broadway þann 11. febrúar sl. fyrir fullu húsi.

Skemmtunin var kvikmynduð og er nú að koma út á DVD diski. Þausem vilja kaupa diskinn geta lagt leið sína í Eyrbyggju - sögumiðstöð um helgina. Þau sem ekki hafa tök á því, geta pantað disk hjá Hermanni í síma 898-2793 eða í tölvupósti á hermann@bhs.is

 

Föstudaginn 11. nóvember verður svo sýnd kvikmyndin Vorgleðin á Broadway á veitingastaðnum Kaffi 59.

Sýningin er liður í dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga.

 

Diskurinn með Sex í sveit er seldur í Hrannarbúðinni, Grundarfirði, s. 438 6725, eða hrannarb@simnet.is

Diskurinn með Rauðu fiskunum er seldur í Eyrbyggju – sögumiðstöð, s. 438 1714 -893 7714 eða ingihans@simnet.is