Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið „Gatnagerð í Hjaltalínsholti - botnlangi frá Fellabrekku“. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 8.444.400 kr. Komið hefur í ljós eftir opnun tilboða að liður 1.2 „girðing um vinnusvæði“ hefur fallið út í kostnaðaráætlun. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:

 

  • Tígur ehf., kr. 7.597.669
  • Rávík ehf., kr. 8.420.280
  • Dodds ehf., kr. 8.439.150
  • Tómas Sigurðsson ehf., kr. 8.815.625

Þess má geta að 1.439.600 kr. af kostnaðaráætlun er hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í verkinu vegna vatnsveitulagna.